Vantar enn meira í myndina

Morgunblađiđ var međ myndrćnt yfirlit um helgina sem lýsti styrkjum til stjórnmálaflokka og manna og hafa veriđ í umrćđunni frá ţví Stöđ 2 upplýsti um tugmilljónastyrkinn til Sjálfstćđisflokksins. Mikiđ hefur veriđ fjallađ um ţessi mál og margt sagt. Nauđsynlegt er ađ ganga lengra í ţessum efnum. Í endurreisn samfélagsins verđur ţjóđin öll ađ standa saman um ađ velta viđ öllum ţeim steinum sem ţörf krefur. Viđ verđum sem ţjóđ ađ ná aftur sáttum viđ okkur sjálf og ţađ samfélagskerfi sem viđ höfum byggt upp. Viđ verđum ađ hafa hugrekki til ađ horfast í augu viđ okkur sjálf og lyfta hiklaust lokum af ţeim ormagryfjum, sem fóstrađ hafa ţá stríđalda mađka sem smogiđ hafa samfélag okkar síđustu tvo áratugina. Hvernig á ţjóđin annars ađ geta sćst viđ sjálfa sig?

Rćtt hefur veriđ um ađ stjórnmálamenn og flokkarnir opni bókhald sitt fyrir áriđ 2006. Ţetta er alltof hógvćr krafa. Til ađ kafa ofaní óeđlileg tengsl (ef einhver eru) stjórnmálaflokka og manna viđ viđskiptalífiđ og peningaöfl, ţarf ađ opna bókhald ţeirra frá ţví kvótalögin voru sett. Almenningur á rétt ađ fá allar upplýsingar á borđiđ um fjármál stjórnmálaflokkana og stjórnmálamanna á 25 ára stjórnartímabili eyđileggingarinnar undir forystu Halldórs Ásgrímssonar, Davíđs Oddsonar og ţeirra taglhnýtinga. Ţađ ţarf ađ kafa ofan í hvađ var ađ gerast í ţessum málum viđ setningu kvótalagana, viđ upphaf framsalsheimilda, viđ veđsetningarheimildina, viđ einkavćđingu bankakerfisins, viđ einkavćđingu annarra ríkisstofnana svo fátt eitt sé nefnt og lýsa öllum tengslum stjórnmálaafla viđ forréttindahópana, sem ţrifust undir verndarvćng ţeirra sem stýrđu herferđinni gegn samfélagi okkar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband