Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2009

Sanngjörn međferđ hinna ábyrgu.

Heyrst hefur innan úr herbúđum ţeirra sem ţekkja til fjármálafjóshaugsins á Íslandi, ađ mykjan sé rétt ađ byrja ađ leka út. Meiri og verri óţverri eigi eftir ađ koma í ljós. Hverju á ađ trúa? Ţessi uppákoma í kring um Sjóvá, og önnur fyrrum stöndug íslensk fyrirtćki, sýnir ađ valda(peninga)stéttirnar kćrđu sig kollóttar um ţađ hvernig ţćr léku samfélagiđ og íslenskt alţýđufólk. Ţví fyrr sem sérstakur saksóknari getur komist ađ niđurstöđu um málsmeđferđ ţeirra sem hér bera ábyrgđ, ţví betra. Samfélag okkar verđur ađ finna fyrir sanngjörnum málalyktum ţegar dćmt verđur um ábyrgđ ţessara manna.


mbl.is 16 milljarđar inn í Sjóvá
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Mjög sérkennilegur húmor.

Ţađ er sérkennilegur húmor sem ţarna kemur fram hjá Sigurđi G. Guđjónssyni. Mađurinn hlýtur ađ vera ađ grínast. Vandinn er sá ađ vísast á almenningur erfitt međ ađ ná gríninu. Rétt er ađ minna á ađ Baldur Guđnason tilheyrir fjármálaelítunni eins og hún var áriđ 2007 og fyrr. Skattakóngur međ meiru. Ţessi ágćti mađur tók viđ Eimskipafélagi Íslands ţegar ţađ var enn nokkurn veginn venjulegt fyrirtćki í ósköp venjulegu samfélagi á vestrćna vísu. En ţađ var sko ekki nóg. Menn ćtluđu sér meira. Baldur náđi ađ gera Eimskipafélagiđ ađ bestasta fyrirtćki í heimi sem malađi tćrt og hreint gull fyrir eigendur sína. Ekki satt??!! Mikiđ grín og mikiđ gaman. Enda allir hluthafar í hinu gjaldţrota óskabarni ţjóđarinna eflaust jafn alsćlir og Sindri Sindrason stjórnarformađur var međ störf Baldurs í ársbyrjun áriđ 2008.


mbl.is Sigurđur G: „Sérstakur dómur“ yfir Baldri
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband