Valdaklíkurnar gefa ekkert eftir.

Ţađ vakti sérstaka ónotakennd ađ lesa viđtal viđ Einar Sveinsson fyrrverandi stjórnarformann Íslandsbanka, sem birtist í Morgunblađinu í vikunni sem leiđ. Ég tók ţá ákvörđun ađ geyma eintakiđ og lesa viđtaliđ aftur yfir ađ nokkrum dögum liđnum. Ekki skánađi ţađ viđ seinni lestur. Ţessi fyrrum stjórnarformađur Íslandsbanka skilgreinir sig sem fórnarlamb hins illa ríkisvalds, sem sé ađ hrifsa til sín eigur hans og annarra. Af einskćrum illvilja ađ ţví best verđur séđ. Einmitt. Einar Sveinsson kom hvergi ađ ţví ađ keyra Íslandsbanka í ţrot, hann kom hvergi ađ ákvörđunum um útlánastefnu bankans  og hann kom hvergi ađ ţenslubrjálćđinu, sem ađ lokum kollkeyrđi efnahagskerfiđ. Ţađ er ađ vísu alveg rétt hjá honum ađ vel rekin fyrirtćki, sem hafa undir skynsamri stjórn og međ dugmiklum starfsmönnum vegnađ vel á undanförnum árum, eru mörg hver í erfiđleikum um ţessar mundir. Ţá erfiđleika má fyrst og fremst rekja til verka ţeirra fjármálalegu óhćfumanna sem keyrđu efnahagskerfi okkar í ţrot. Ađkoma ríkisins (sem nota bene er almenningur í landinu) ađ fyrirtćkjum viđ ţessar ađstćđur er neyđarbrauđ, gerđ til ţess ađ hreinsa upp eftir sukkorgíu fjárglćpamanna. Ţađ er ánćgjulegt ađ hafa tćkifćri á ađ upplýsa Einar Sveinsson um ţetta.

Annars minnir ţetta viđtal mann á ađ ţađ eru engin teikn á lofti um ađ valdaklíkur og valdastéttir á Íslandi hugsi sér ađ taka höndum saman viđ almenning í landinu í endurreisnarstarfinu framundan. Auđmanna- og valdastéttirnar munu ekkert gefa eftir og spillingin er ekki horfin (http://eyjan.is/goto/sme/). Almenningur og launafólk ţarf ađ rifja ţađ upp ađ Ísland er stéttskipt ţjóđfélag og valdastéttirnar munu gera allt sem ţćr geta til ađ láta almenning borga fyrir sig brúsann. Ţađ er kominn tími til ađ rifja upp hugtök stéttabaráttunnar og  muna ađ valdastéttirnar hafa engan áhuga á velferđ launafólks, nema til ţess eins ađ láta ţađ strita og hafa af ţví peninga.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurđardóttir

Og er ţađ ekki undarlegt ađ ţeir kalli sig félagshyggjuflokka, ţeir sem eru í ríkisstjórn og hjállpa valdastéttinni ađ rćna ţjóđina (enn og aftur)?

Margrét Sigurđardóttir, 24.5.2009 kl. 23:52

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband