Sykurskattur – er það góð hugmynd?

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra hefur opinberað þá hugmynd sína að setja sérstakan sykurskatt á gosdrykki. Þessa hugmynd setur hann fram í kjölfarið á umræðunni um herkostnaðinn af leiftursókn Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar gegn þeim sem berskjaldaðastir eru í okkar samfélagi; nefnilega börnum. Þeir fóstbræður og samfélags-skemmdarvargar sáu sér nefnilega sæmd í því að hefta aðgang barna og ungmenna að mannsæmandi tannlæknaþjónustu. Það var svo sem eftir öðru og í samræmi við önnur skemmdarverk sem þeir unnu á íslensku samfélagi. Það mætti draga þá ályktun að heilbrigðisráðherra væri með þessu að tryggja frekari tekjustofna sem væru sérstaklega eyrnamerktir til forvarna eða tannheilsuverkefna. En svo er ekki samkvæmt ummælum  ráðherrans. Þessi hugmynd um sérstakan sykurskatt er ekki skynsamleg. Ráðherrann má ekki gleyma því að með því að hækka verð á gosdrykkjum er hann að leggja til að lánakostnaður almennings þyngist. Hækkun á gosdrykkjum, sem og t.d. eldsneyti og áfengi, hækkar vísitölu neysluverðs og hækkar höfuðstól lána hjá almenningi. Er það ásetningur jafnaðarmannastjórnar Íslands að þyngja skuldir heimila á Íslandi? Ef jafnréttissinnuð ríkisstjórn vill vinna að betri tannheilsu barna (sem er jú mannréttindamál í velferðarsamfélagi) þá þyngir hún ekki lánabagga almúgans. Allra síst þegar almenn krafa er er uppi um að leita leiða til að létta þann skuldabagga. Nei, hugmyndin er vond. Hvernig væri að huga að almennri, sanngjarni skattheimtu? Þar sem hinir efnameiri leggja meira til velferðarkerfisins til jöfnunar og heilla fyrir samfélagið allt? Þá ætti að vera einfalt mál að tryggja börnum og ungmönnum sjálfsagða og eðlilega tannlæknaþjónustu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Jónasson

Sæll. Er innilega sammála þér að þetta sé ekki góðum skattur, líka þar sem við vitum ekki í hvað hann á að nýtast.

Kveðja, Hörður.

ps. Hef sjálfur skrifað um þetta á minni bloggsíðu. hordur.blog.is

Hörður Jónasson, 17.5.2009 kl. 01:23

2 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Í fréttum í síðustu viku var sagt frá því að dánartíðni þeirra sem fá hjartaáföll og hjartasjúkdóma hafi lækkað um 80% frá árinu 1995 til ársins 2009.  Þar var búið að fara yfir öll gögn og niðurstaðan er að hér er fyrst og síðast hægt að þakka góðu forvarnarstarfi og breytingum á lífsháttum.  Þetta hefur sparað ótrúlega kostnað vegna þessa heilbrigðismáls.

Ég segi því að hækkun skattts á sykur á fullan rétt á sér !

Og bara svona í lokin - hvernig stendur á því að ríkasta þjóð í heimi er með lélegustu tannheilsu.  Tennurnar skemmdust ekki á einni nóttu við hrun bankanna !

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 18.5.2009 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.