Tannlækningar - er þörf á grundvallarbreytingum?
16.5.2009 | 11:30
Tannlæknar hafa sýnt gott frumkvæði með Hjálparvakt tannlækna. Með starfi sínu hafa þeir loksins opnað umræðuna um stöðu tannlækninga í samfélaginu og eiga þeir þakkir skilið fyrir það. Aðför ríkisstjórna Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar að þeim sem höllum fæti standa í samfélaginu einskorðaðist ekki bara við aldraða, sjúka og öryrkja. Það þurfti einnig að herja á réttindi barna til sjálfsagðrar tannlæknaþjónustu. Uppbyggingarstarf við forvarnir tannheilsu og þeim árangri sem náðist á sínum tíma var rústað með breytingum á endurgreiðslu og niðurlagningu á skólatannlækningum.
Sigfús Þór Elíasson prófessor við tannlæknadeild HÍ segir að ástandið sé ekki bara tannheilbrigðismál heldur barnaverndarmál (Mbl. 11. maí 2009). Bragi Guðmundsson forstjóri Barnaverndarstofu tekur undir það með því að segja að stjórnvöld geti ekki fríað sig ábyrgð vegna þessa. Þetta er athyglisverð yfirlýsing vegna þess að Barnaverndarstofa er æðsta stofnum ríkisins í málefnum barna og ungmenna. Hennar hlutverk hlýtur að vera að benda á það sem betur má fara í aðbúnaði barna og það má furða sig á því hvers vegna stofnunin hafi ekki fyrir löngu verið búin að opna þessi mál. Ástandið hefur verið þekkt innan grunnskólakerfisins og á öðrum vettvangi barnastarfs, allt frá því að skemmdarverkin á kerfinu voru unnin.
Það að þetta mál sé opnað núna með þessum hætti varpar fram þeirri grundvallarspurningu hvort að fyrirkomulag tannlæknaþjónustu sé ásættanlegt og hvort aðkoma ríkisins að þeirri þjónustu sé eðlileg. Er ekki tími til kominn að endurskoða þetta fyrirkomulag. Hvers konar fyrirkomulag er það að hvaða tannlæknir sem er virðist geta opnað tannlæknastofu, veitt skjólstæðingum sínum þjónustu og sent ríkinu reikninginn? Tannlæknar starfa á einkamarkaði og með þessu fyrirkomulagi þá erum við með ríkisrekna einkastarfsemi! Vitlausara getur þetta nú varla orðið, enda má sjá að þarna ríkir enginn samkeppni og verðmyndun öll fáránleg (sjá: http://ns.is/ns/frettir/?cat_id=6413&ew_0_a_id=324111). Það er ýmislegt sem þarf að endurskoða og endurhanna í okkar velferðarþjónustu og í okkar samfélagi. Fyrirkomulag læknaþjónustu og tannlæknaþjónustu er eitt þeirra verkefna. Við eigum að endurvekja skólatannlækningar. Við eigum að setja tannlækningar inn í þjónustuþátt í heilsugæslukerfinu og innan sjúkrahúsanna, þar sem tannlækningar væru reknar sem hver önnur læknaþjónusta innan þessa opinbera kerfis. Þangað á almenningur að geta sótt alla almenna tannlæknaþjónustu. Þeir tannlæknar sem síðan myndu kjósa að standa utan þessarar almannaþjónustu myndu síðan bara gera það.
Sigfús Þór Elíasson prófessor við tannlæknadeild HÍ segir að ástandið sé ekki bara tannheilbrigðismál heldur barnaverndarmál (Mbl. 11. maí 2009). Bragi Guðmundsson forstjóri Barnaverndarstofu tekur undir það með því að segja að stjórnvöld geti ekki fríað sig ábyrgð vegna þessa. Þetta er athyglisverð yfirlýsing vegna þess að Barnaverndarstofa er æðsta stofnum ríkisins í málefnum barna og ungmenna. Hennar hlutverk hlýtur að vera að benda á það sem betur má fara í aðbúnaði barna og það má furða sig á því hvers vegna stofnunin hafi ekki fyrir löngu verið búin að opna þessi mál. Ástandið hefur verið þekkt innan grunnskólakerfisins og á öðrum vettvangi barnastarfs, allt frá því að skemmdarverkin á kerfinu voru unnin.
Það að þetta mál sé opnað núna með þessum hætti varpar fram þeirri grundvallarspurningu hvort að fyrirkomulag tannlæknaþjónustu sé ásættanlegt og hvort aðkoma ríkisins að þeirri þjónustu sé eðlileg. Er ekki tími til kominn að endurskoða þetta fyrirkomulag. Hvers konar fyrirkomulag er það að hvaða tannlæknir sem er virðist geta opnað tannlæknastofu, veitt skjólstæðingum sínum þjónustu og sent ríkinu reikninginn? Tannlæknar starfa á einkamarkaði og með þessu fyrirkomulagi þá erum við með ríkisrekna einkastarfsemi! Vitlausara getur þetta nú varla orðið, enda má sjá að þarna ríkir enginn samkeppni og verðmyndun öll fáránleg (sjá: http://ns.is/ns/frettir/?cat_id=6413&ew_0_a_id=324111). Það er ýmislegt sem þarf að endurskoða og endurhanna í okkar velferðarþjónustu og í okkar samfélagi. Fyrirkomulag læknaþjónustu og tannlæknaþjónustu er eitt þeirra verkefna. Við eigum að endurvekja skólatannlækningar. Við eigum að setja tannlækningar inn í þjónustuþátt í heilsugæslukerfinu og innan sjúkrahúsanna, þar sem tannlækningar væru reknar sem hver önnur læknaþjónusta innan þessa opinbera kerfis. Þangað á almenningur að geta sótt alla almenna tannlæknaþjónustu. Þeir tannlæknar sem síðan myndu kjósa að standa utan þessarar almannaþjónustu myndu síðan bara gera það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:59 | Facebook
Athugasemdir
En bíddu hver á að borga brúsann, það er ekki hægt að leggja meira á ríkið, hvílíkar skuldir sem þeir eru búnir að taka á sig eða eru að fara að gera það. Það eina sem við gætum gert væri að flytja inn Tannlækna frá Pólandi sem myndu einungis starfa fyrir ríkið sennilega á helmingi lægri launum eða jafnvel meira,,en nei ussuss það má ekki flytja inn Tannlækna þetta er svo lögvernduð grein og gæti leitt til samkeppnis.En það virðist vera í lagi að flytja inn fullt af iðnaðarmönnum sem eru tilbúnir að vinna undir töxtum og jafnvel svart..
Res (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 11:46
Þetta er góður punktur. Nú þegar kosta tannlækningar ríkið verulega fjármuni. Ríkið á að taka þetta inn í almenna velferðarkerfið með því að bjóða þennan lækningaþátt út innan almannakerfinsins og semja við þá tannlækna sem tilbúnir eru að ganga inn í það kerfi. Einungis yrði samið við tiltekinn fjölda lækna sem gætu sinnt almennri þjónustu. Síðan á auðvitað að leggja niður fjöldatakmarkanir í tannlæknadeild HÍ þannig að eðlileg innkoma tannlækna verði á markaðnum.
Þórarinn Eyfjörð, 16.5.2009 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.