Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
Sanngjörn meðferð hinna ábyrgu.
8.7.2009 | 17:00
Heyrst hefur innan úr herbúðum þeirra sem þekkja til fjármálafjóshaugsins á Íslandi, að mykjan sé rétt að byrja að leka út. Meiri og verri óþverri eigi eftir að koma í ljós. Hverju á að trúa? Þessi uppákoma í kring um Sjóvá, og önnur fyrrum stöndug íslensk fyrirtæki, sýnir að valda(peninga)stéttirnar kærðu sig kollóttar um það hvernig þær léku samfélagið og íslenskt alþýðufólk. Því fyrr sem sérstakur saksóknari getur komist að niðurstöðu um málsmeðferð þeirra sem hér bera ábyrgð, því betra. Samfélag okkar verður að finna fyrir sanngjörnum málalyktum þegar dæmt verður um ábyrgð þessara manna.
16 milljarðar inn í Sjóvá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mjög sérkennilegur húmor.
3.7.2009 | 16:30
Það er sérkennilegur húmor sem þarna kemur fram hjá Sigurði G. Guðjónssyni. Maðurinn hlýtur að vera að grínast. Vandinn er sá að vísast á almenningur erfitt með að ná gríninu. Rétt er að minna á að Baldur Guðnason tilheyrir fjármálaelítunni eins og hún var árið 2007 og fyrr. Skattakóngur með meiru. Þessi ágæti maður tók við Eimskipafélagi Íslands þegar það var enn nokkurn veginn venjulegt fyrirtæki í ósköp venjulegu samfélagi á vestræna vísu. En það var sko ekki nóg. Menn ætluðu sér meira. Baldur náði að gera Eimskipafélagið að bestasta fyrirtæki í heimi sem malaði tært og hreint gull fyrir eigendur sína. Ekki satt??!! Mikið grín og mikið gaman. Enda allir hluthafar í hinu gjaldþrota óskabarni þjóðarinna eflaust jafn alsælir og Sindri Sindrason stjórnarformaður var með störf Baldurs í ársbyrjun árið 2008.
Sigurður G: Sérstakur dómur yfir Baldri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |