Vantar enn meira í myndina

Morgunblaðið var með myndrænt yfirlit um helgina sem lýsti styrkjum til stjórnmálaflokka og manna og hafa verið í umræðunni frá því Stöð 2 upplýsti um tugmilljónastyrkinn til Sjálfstæðisflokksins. Mikið hefur verið fjallað um þessi mál og margt sagt. Nauðsynlegt er að ganga lengra í þessum efnum. Í endurreisn samfélagsins verður þjóðin öll að standa saman um að velta við öllum þeim steinum sem þörf krefur. Við verðum sem þjóð að ná aftur sáttum við okkur sjálf og það samfélagskerfi sem við höfum byggt upp. Við verðum að hafa hugrekki til að horfast í augu við okkur sjálf og lyfta hiklaust lokum af þeim ormagryfjum, sem fóstrað hafa þá stríðalda maðka sem smogið hafa samfélag okkar síðustu tvo áratugina. Hvernig á þjóðin annars að geta sæst við sjálfa sig?

Rætt hefur verið um að stjórnmálamenn og flokkarnir opni bókhald sitt fyrir árið 2006. Þetta er alltof hógvær krafa. Til að kafa ofaní óeðlileg tengsl (ef einhver eru) stjórnmálaflokka og manna við viðskiptalífið og peningaöfl, þarf að opna bókhald þeirra frá því kvótalögin voru sett. Almenningur á rétt að fá allar upplýsingar á borðið um fjármál stjórnmálaflokkana og stjórnmálamanna á 25 ára stjórnartímabili eyðileggingarinnar undir forystu Halldórs Ásgrímssonar, Davíðs Oddsonar og þeirra taglhnýtinga. Það þarf að kafa ofan í hvað var að gerast í þessum málum við setningu kvótalagana, við upphaf framsalsheimilda, við veðsetningarheimildina, við einkavæðingu bankakerfisins, við einkavæðingu annarra ríkisstofnana svo fátt eitt sé nefnt og lýsa öllum tengslum stjórnmálaafla við forréttindahópana, sem þrifust undir verndarvæng þeirra sem stýrðu herferðinni gegn samfélagi okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband