Sanngjörn meðferð hinna ábyrgu.

Heyrst hefur innan úr herbúðum þeirra sem þekkja til fjármálafjóshaugsins á Íslandi, að mykjan sé rétt að byrja að leka út. Meiri og verri óþverri eigi eftir að koma í ljós. Hverju á að trúa? Þessi uppákoma í kring um Sjóvá, og önnur fyrrum stöndug íslensk fyrirtæki, sýnir að valda(peninga)stéttirnar kærðu sig kollóttar um það hvernig þær léku samfélagið og íslenskt alþýðufólk. Því fyrr sem sérstakur saksóknari getur komist að niðurstöðu um málsmeðferð þeirra sem hér bera ábyrgð, því betra. Samfélag okkar verður að finna fyrir sanngjörnum málalyktum þegar dæmt verður um ábyrgð þessara manna.


mbl.is 16 milljarðar inn í Sjóvá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða SAMFÉLAG er ekki Ísland bara nokkur EINKAFÉLÖG elitunar á

skerinu?

Jóhannes (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 17:18

2 Smámynd: ThoR-E

Það þarf að fara að sækja þessa menn til saka.

Þeir hafa lagt hér allt í rúst og við eigum að borga skuldir þeirra, á meðan þeir lifa lúxuslífi erlendis og eyða milljörðunum sem komust undan.

Þessir menn eiga að sitja í gæsluvarðhaldi og eignir þeirra að vera frystar, ef ekki komnar í ríkiseigu.

en.. hvað borguðu þeir stjórnmálaflokkunum marga tugi milljóna ???

Hvað nær spillingin hátt upp?

munu þeir labba frá þessu án afleiðinga ... það kæmi mér ekkert á óvart.. í þessu bananalýðveldi.

ThoR-E, 8.7.2009 kl. 17:27

3 identicon

Það er búið að tala um í 9 mánuði að setja þetta glæpahyski í varðhald og frysta eignir en ekkert gerist  Hvað þarf til???? það kemur endalaust skýtur upp og stjórnvöld þegja þunnu hljóði.  Hörður Torfa viltu (please ) efna aftur til mótmælastöðu við Alþingi og eða fyrir framan bankana.   Ég sá hvað við Íslendingar gátum áorkað.  Ég held að best hefði verið að leyfa Sjóvá að fara á hausinn og setja þá peninga sem fóru inn í félagið í eitthvað annað viturlegra.  Nóg hafa þessir Sjóvá eigendur fengið að braska með peningana

Kristín (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.